Í framleiðsluiðnaði er sífellt aukin krafa um gagnsæi og rekjanleika umhverfisáhrifa. Með EPD skýrslu (Environmental Product Declaration) færð þú staðfest gögn um vistspor framleiðsluvöru þinnar það styrkir samkeppnisstöðu fyrirtækisins og mætir kröfum verkkaupa, hönnuða og yfirvalda.
Unnið er að endurskoðun byggingarreglugerðar með áherslu á sjálfbærni og kolefnishlutlausa mannvirkjagerð. Gert er ráð fyrir að kröfur um EPD verði hluti af næstu útgáfu í samræmi við þróun innan Evrópusambandsins og EES. Græn opinber innkaup gera sífellt meiri kröfur um gagnsæi og vottunarkerfi eins og BREEAM, Nordic Swan og LEEd hvetja til notkunar EPD. Fyrirtæki sem vinna með opinberum aðilum eða sækjast eftir vottun ættu að undirbúa EPD skjöl.
Til að gera ferlið bæði hagkvæmara og skilvirkara bjóðum við hjá ReSource International upp á möguleikann að vinna EPD skýrslur fyrir fleiri en eina vörulínu í einu. Það tryggir:
Lægri kostnað á hverja skýrslu
Straumlínulagað ferli með minni fyrirhöfn
Sterkari samkeppnisstöðu á markaði
Við höfum unnið með mörgum af helstu framleiðendum landsins og sjáum um alla úrvinnslu gagna og samskipti við vottunaraðila – svo þú getur einbeitt þér að framleiðslunni.
Við viljum vinna LCA og EPD verkefni fyrir okkar viðskiptavini til að styðja þá í sinni vegferð til sjálfbærni og til að auðvelda þeim tjáningu á sínu umhverfisspori til viðskiptavina sinna með því að nota EPD kerfið.