Forsetahjónin heimsóttu Tæknisetur þann 24. mars síðastliðinn og kynntu sér starfsemina. Þau skoðuðu sérhæfða aðstöðu og tækjabúnað á svæðinu og hittu fulltrúa margra af þeim 32 fyrirtækjum sem starfa innan Tækniseturs.
Guðbjörg Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Tækniseturs, kynnti starfsemina og lagði áherslu á mikilvægi góðs stuðningsumhverfis fyrir tæknisprota á frumstigum. Jón Hjaltalín Magnússon hjá Arctus Aluminium sagði frá samstarfi fyrirtækisins við Tæknisetrið um þróun á kolefnislausri álframleiðslu og sýndi forsetahjónunum rafgreiningaraðstöðuna.
Að lokum ávarpaði forseti Íslands frumkvöðlana og hvatti þau áfram í sinni nýsköpunarvinnu.