ReSource sinnir hitakönnun með drónum.  Þessi tækni veitir nákvæma og áreiðanlega yfirsýn og kortlagningu sem gagnast í fjölbreyttum verkefnum, allt frá lekaleit í lögnum og byggingum til eftirlits á jarðhita og umhverfismælinga.

Með þessum búnaði getur ReSource safnað hitamyndum, venjulegum myndum og myndböndum yfir þau svæði sem þörf er á að skoða.  Þessi gagnaöflun greinir hitasveiflur og orkutap, sýnir ástand þaka, lagnakerfa og annara mannvirkja.

Fjölbreyttir möguleikar : 

  • Lekaleit: Hitamyndir geta leitt í ljós leka í þökum, kerfum og lagnakerfum sem  erfitt er að komast að.
  • Jarðhitasvæði: Drónatæknin gerir mögulegt að greina yfirborðshita og meta breytingar á jarðhitasvæðum, sem getur gagnast við ráðgjöf og rannsóknir.
  • Byggingareftirlit: Hitamyndir geta varpað ljósi á varmatap og orkunýtkun í mannvirkjum og stutt við þá sem vinna að orkusparandi lausnum.
  • Land- og umhverfisrannsóknir: Hánákvæm kortlögun gerir kleift að fylgjast með umhverfisbreytingum og meta skemmdir vegna eldsvæða eða náttúruviðburða

Með þessari tæknilausn geta viðskiptavinir fengið hágæða hitamyndir og kortlagningu af hvaða svæði sem er, hvort sem um er að  kannanir eða stærri verkefni. Notkun dróna gerir vinnuna örugga, fljótlega og nákvæma.

Hafðu samband við ReSource til að fá frekari upplýsingar eða til að panta hitamyndatöku fyrir þitt verkefni.  Hér má sjá ítarlegri upplýsingar og spennandi verkefni ReSource.