ReSource ehf. hefur í samstarfi við Vegagerðina lokið tilraunaverkefni þar sem drónar með hitamyndavélatækni voru nýttir til vöktunar á jarðhitasvæðum. Verkefnið fór fram við Hveradali á Hellisheiði þar sem jarðhitavirkni hefur aukist á undanförnum misserum.
Hér er hlekkur á skýrsluna á vef Vegagerðarinnar.
Niðurstöðurnar sýna að drónar geta veitt áreiðanlega og hagkvæma yfirsýn yfir hitadreifingu í jarðvegi og þannig greint þróun sem gæti haft áhrif á vegakerfið. Með reglubundinni vöktun má fyrirbyggja skemmdir, draga úr kostnaði og auka öryggi vegfarenda.
Við sjáum mikla möguleika í þessari tækni, bæði fyrir verktaka og opinbera aðila. Með nákvæmri hitagreiningu getum við stuðlað að öruggari framkvæmdum og betri nýtingu fjármuna.
Verkefnið staðfestir að drónar með hitamyndavél geta orðið mikilvæg viðbót við hönnun, viðhald og langtímavöktun innviða á jarðhitasvæðum – nýsköpun sem styrkir öryggi og hagkvæmni í vegagerð á Íslandi.

Vöktun jarðhita í Hveradölum