ReSource lauk nýlega við að framkvæma rúmmálsmælingar á haugum fyrir Malbiksstöðina Höfða með notkun dróna. Þessi aðferð tryggir nákvæmni og skilvirkni í mælingum, sem er mikilvægt fyrir stjórnun birgða og viðhald gæða í framleiðsluferlinu. Reglulegar mælingar tryggja að hráefni sé til í réttu magni og gæðum, til framleiðslu á hágæða malbiki.
Með drónatækni getum við safnað gögnum hratt og örugglega, jafnvel á erfiðum svæðum. Þetta tryggir eftirfylgni með breytingum á haugunum vegna veðurs eða annarra umhverfisþátta.
Mælingar með dróna taka skamman tíma og eftirvinnslan er að mestu í höndum sérhæfðs hugbúnaðar sem sér að mestu um að útbúa yfirborðslíkan af hverjum haug og reikna út rúmmál þeirra.
Kostir drónatækni eru meðal annars :
- Nákvæmni: Drónar safna gögnum með mikilli nákvæmni, sem tryggir að mælingarnar séu áreiðanlegar og nákvæmar.
- Skilvirkni: Með drónum er hægt að framkvæma mælingar mun hraðar en með hefðbundnum aðferðum, sem sparar tíma og vinnuafl.
- Öryggi: Drónar geta auðveldlega nálgast erfið og hættuleg svæði án þess að setja starfsmenn í hættu.
- Umhverfisvænt: Notkun dróna dregur úr þörf fyrir þungavinnuvélar og önnur tæki sem geta haft neikvæð áhrif á umhverfið.
- Fjölhæfni: Drónar geta safnað gögnum í ýmsum veðurskilyrðum og á mismunandi landsvæðum, sem gerir þá mjög fjölhæfa í notkun.
- Rauntímagögn: Gögnin sem drónar safna eru tiltæk strax, sem gerir það auðvelt að greina og bregðast við breytingum hratt.