ReSource International kynnir nýtt spennandi samstarf við SUEZ Marokkó fyrir rekstur Meknes urðunarstaðarins með eLandfill viðmóti. Þetta stefnumótandi samstarf markar mikilvæg skref í stafræðingu urðunarstaða, með áherslu á að bæta framþróun og auka fjárhagslegan ávinning.

eLandfill er viðmót, þróað af ReSource International og hannað til að hámarka gagnaöflun og stýringu fyrir urðunarstaði, þannig má einfalda rekstur með stafrænum hætti.  Með innleiðingu eLandfill á Meknes svæðinu, sem SUEZ Marokkó rekur, er hægt að safna gögnum í rauntíma, þróa eftirlit og hámarka ákvarðanatökuferla hjá fyrirtækinu.

Eitt af aðalmarkmiðum þessa samstarfs er að auka skilvirkni fyrir söfnun á urðunargasi.  Með greiningar- og eftirlitsverkfærum eLandfill mun SUEZ Marokkó verða betur í stakk búið til að stjórna og fanga metan og hauggas með áhrifaríkari hætti. Þessar umbætur eru vænlegar til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á meðan þær skapa fjárhagslegan ávinning með orkuendurnýjun.

Þetta samstarf er mikilvægt skref í því verkefni  ReSource International að styðja við rekstraraðila urðunarstaða  með nýjustu tækni. Samþætting eLandfill fyrir Meknes urðunarstaðinn mun skila raunverulegum ávinningi í rekstrarhagkvæmni, umhverfislegri sjálfbærni og efnahagslegum umbótum.

Fyrirtækin eru spennt fyrir framtíð þessa samstarfs og einblína á að byggja upp nýja staðla fyrir rekstur urðunarstaða.