Starfsfólk ReSource ehf. tók nýverið þátt í skyndihjálparnámskeiði til að auka færni sína í viðbrögðum við neyðartilvikum. Námskeiðið, sem var á vegum Rauða Kross Íslands veitti okkur mikilvæga þekkingu á viðbrögðum við slysum, hjartastoppi og öðru bráðaástandi.

Með þessu skrefi eflum við öryggi á vinnustað og tryggjum að starfsfólk sé undirbúið til að bregðast rétt við ef á reynir. Öryggi og vellíðan starfsfólks og samstarfsaðila er í forgrunni, og mun þessi þekking nýtast bæði í starfi og daglegu lífi.

Við erum stolt af því að vera vel undirbúið teymi!

Skyndihjálpar námskeið