Framkvæmdastjóri ReSource International ehf.

Stjórn ReSource International ehf. leitar að öflugum leiðtoga til að taka við stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins.  ReSource er leiðandi fyrirtæki á sviði umhverfismála.  Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og þess vegna leitum við að einstaklingi sem er opinn fyrir nýjungum og ögrandi verkefnum á sviði umhverfismála.  Starf framkvæmdastjóra felst meðal annars í því að vera leiðandi í viðskiptaþróun ásamt  því að hafa góða yfirsýn yfir þau ráðgjafar- og þróunarverkefni sem unnið er að hverju sinni. Framkvæmdastjóri ber einnig ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins. 

HELSTU VERKEFNI 

  • Viðskipta- og vöruþróun  
  • Sækja á nýja markaði tengt umhverfismálum 
  • Stýra daglegum rekstri fyrirtækisins 
  • Mannauðsmál og fjárhagur fyrirtækisins 
  • Ráðgjöf til viðskiptavina 

HÆFNISKRÖFUR 

  • Menntun sem nýtist í starfi t.d. umhverfisverkfræði, umhverfis- og auðlindafræði, náttúruvísindum eða sambærilegu námi. 
  • Reynsla og þekkingu í rekstri og stjórnun 
  • Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum 
  • Þekking og/eða reynsla á, sem dæmi:  Fráveitum, lífgasi, úrgangsstjórnun, bókhaldi gróðurhúsalofttegunda (GHG), BREEAM og vistferilsgreiningum (LCA) er kostur. 
  • Sjálfstæð vinnubrögð og góð þjónustulund ásamt því að vinna vel í hópum. 
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti. 

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri í síma 571-5864. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2022.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá á job@resource.is.