Starfsmenn ReSource vinna þessa dagana að lekaleit með drónum fyrir Norðurorku á Akureyri.

Lekaleitin fer þannig fram að drónum sem eru útbúnir sérhæfðum hitamyndavélum er flogið yfir hitaveituna sem greinir varmatap en einnig hvort komið sé að viðhaldsþörf á hitaveitulögnum. Mikilvægt er að fullnýta heita vatnið og með þessum aðgerðum er tryggt að það sé gert.  Svæðið sem er skoðað í þessari atrennu er yfir Eikar- og Daggarlundi, í Eyjafjarðarsveit er það Hrafnagilshverfi, Kristnes og austan frá Kaupangi fram að Stóra Hamri og á Svalbarðseyri.

Við minnum á mikilvægi þess að fara vel með heitavatnsauðlindina okkar.