Við höfum á undanförnum misserum og árum unnið við loftmyndatökur með drónum ásamt öðrum umhverfismælingum og erum leiðandi í þeirri þekkingu hérlendis.  Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) fengu ReSource til að gera drónamælingar fyrir Trackman golfherminn, það tókst afar vel og eru bæði Trackman og GKG mjög ánægðir með þá niðurstöðu sem þar fékkst.      Sjá  hér

Loftmyndir og hæðarlíkön með drónum nýtast fyrir margt annað en golfherma. Kortlagning golfvalla með heildstæðu og nákvæmt hnitsettum loftmyndum er hægt að nýta til að bæta rekstur golfvalla.  Til dæmis með tilliti til slátturs, umhirðu, vökvunar osfr. Einnig geta myndirnar gegnt lykilhlutverki ef til stendur að gera breytingar á brautum sem dæmi.

Loftmyndirnar eru líka tilvaldar til að setja inn á heimasíðu golfklúbbsins. Þar gætu meðlimir klúbbsins og aðrir – hvar sem er í heiminum – skoðað vallarstæðið  með nákvæmum nærmyndum (zoom) og þannig nýtast myndirnar sem fyrirtaks markaðssetning.

Ef þú hefur áhuga á að bæta rekstur og markaðsetningu á þínum golfvelli getur þú pantað fund með umhverfisráðgjafa  hér