Fréttir2021-09-13T19:19:00+00:00

Mælingar á gróðurhúsalofttegundum í Álfsnesi – GASTRAQ

Á dögunum kom teymi sérfræðinga frá ReSource í Svíþjóð til landsins að kortleggja metangas í Álfsnesi. Mælingar á metangasi eru mikilvæg forsenda þess að hægt sé að safna og nýta sem mest af  gasi sem myndast á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Með því að kortleggja með skýrum hætti hvar mesta gaslosun á sér stað er hægt að auka framleiðslu og gæði gassins til muna. Þessi tækni gerir okkur því kleyft [...]

By |07. 06. 2024.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Mælingar á gróðurhúsalofttegundum í Álfsnesi – GASTRAQ

Lekaleit á lögnum fyrir Norðurorku

Starfsmenn ReSource vinna þessa dagana að lekaleit með drónum fyrir Norðurorku á Akureyri. Lekaleitin fer þannig fram að drónum sem eru útbúnir sérhæfðum hitamyndavélum er flogið yfir hitaveituna sem greinir varmatap en einnig hvort komið sé að viðhaldsþörf á hitaveitulögnum. Mikilvægt er að fullnýta heita vatnið og með þessum aðgerðum er tryggt að það sé gert.  Svæðið sem er skoðað í þessari atrennu er yfir Eikar- og Daggarlundi, í Eyjafjarðarsveit [...]

By |14. 05. 2024.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Lekaleit á lögnum fyrir Norðurorku

Loftmyndir og hæðarlíkön fyrir golfvelli

Við höfum á undanförnum misserum og árum unnið við loftmyndatökur með drónum ásamt öðrum umhverfismælingum og erum leiðandi í þeirri þekkingu hérlendis.  Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) fengu ReSource til að gera drónamælingar fyrir Trackman golfherminn, það tókst afar vel og eru bæði Trackman og GKG mjög ánægðir með þá niðurstöðu sem þar fékkst.      Sjá  hér Loftmyndir og hæðarlíkön með drónum nýtast fyrir margt annað en golfherma. Kortlagning [...]

By |15. 04. 2024.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Loftmyndir og hæðarlíkön fyrir golfvelli

EPD fyrir Set ehf.

Set ehf. er fyrirtæki sem framleiðir m.a. hitaveitu-, fráveitu,- og vatnsveituefni sem gegna mikilvægu hlutverki við innviðauppbyggingu hér á landi.  ReSource aðstoðaði Set við að skilgreina umhverfisáhrif foreinangraðra stálpípna og festinga með útgáfu EPD umhverfisyfirlýsingar.  Við óskum Set ehf. til hamingju með þennan mikilvæga áfanga í framleiðsluferlinu.

By |12. 03. 2024.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við EPD fyrir Set ehf.

Umhverfisvöktun fyrir fráveitukerfi skipa

Fyrirtæki sem framleiðir fráveitubúnað í Þýskalandi fékk RSI í alhliða sýnatöku á fráveitukerfi skemmtiferðaskips þar sem það lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn.  Búnaðurinn hafði nýlega verið tekinn í notkun um borð í skipinu og við reglubundið eftirlit var starfsmaður RSI fenginn í sýnatöku á fráveituvatni.  Sýnin voru meðhöndluð með stöðluðum sýnatökuaðferðum og greind eftir faggildum mæliaðferðum.  Þannig var hægt að staðfesta að búnaðurinn virkaði rétt og öruggt að losa meðhöndlað [...]

By |14. 02. 2024.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Umhverfisvöktun fyrir fráveitukerfi skipa

Loftgæði um áramót

ReSource vinnur að tilraunaverkefni með Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ að þéttingu loftgæðamælanets á höfuðborgarsvæðinu. Skynjarar mæla svifryk og gastegundir með sívirku og breiðu eftirlitsneti svo hægt sé að greina og bæta loftgæði. Þetta súlurit sýnir glögglega hversu mikil áhrif flugeldar hafa á loftgæði en mælingin á sér stað á miðnætti 1.janúar 2024.  Heilsuverndarmörk loftgæða eru ákjósanleg undir 50 µg/m3 á sólahring en teljast afar slæm fari þau yfir 100 µg/m3   [...]

By |02. 01. 2024.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Loftgæði um áramót

Stefnir þitt fyrirtæki í átt að aukinni sjálfbærni ?

Nú stendur yfir 28. Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Dubai.  COP28 fjallar um loftslagsmál þeirra þjóða sem taka þátt og þá stefnu sem þær hafa sett sér svo hægt sé að fylgja eftir markmiðum Parísarsamkomulagsins frá árinu 2015. Sáttmálinn örvar þjóðir til að styðja við notkun endurnýjanlegrar orku og nýtingu hreinna orkulinda ♻️ Hjá ReSource starfa öflugir ráðgjafar sem aðstoða þig við að setja þér skýr markmið til þróunnar í sjálfbærni [...]

By |06. 12. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Stefnir þitt fyrirtæki í átt að aukinni sjálfbærni ?

EPD Umhverfisyfirlýsing

Hvað er EPD umhverfisyfirlýsing og af hverju þurfa fyrirtæki á henni að halda ? ♻️   Styrkir samkeppnisstöðu vara og þjónustu fyrirtækja á alþjóðlegum og innlendum markaði. ♻️   Hægt að líta á EPD eins og næringargildistöflu neysluvöru, nema að í stað orku- og næringargildis færðu upplýsingar um umhverfisáhrif hennar á framleiðslu og líftíma vörunnar. ♻️   EPD veitir áreiðanlegar upplýsingar sem gerir framleiðenda kleyft að bæta úr umhverfislegum áhrifum vöru með möguleika [...]

By |02. 11. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við EPD Umhverfisyfirlýsing

Hitakönnun með drónum fyrir Norðurorku

Starfsmenn ReSource unnu að hitakönnun á hitaveitulögnum að beiðni Norðurorku  fyrir Akureyri og Ólafsfjörð. Drónum útbúnum hitamyndavélum var flogið yfir hitaveituna með sérhæfðri hitamyndavél í leit að varmatöpum. Teknar voru hitamyndir sem nýttar eru til að leita uppi mögulega leka og skemmdir á hitaveitunni á svæðinu. Síðastliðinn vetur var skortur á heitu vatni  víða og því mikilvægt að koma í veg fyrir tap á því vegna skemmda eða slæmrar einangrunar [...]

By |27. 10. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hitakönnun með drónum fyrir Norðurorku
Go to Top