Hitamyndir og Könnun
ReSource sinnir hitakönnun með drónum. Þessi tækni veitir nákvæma og áreiðanlega yfirsýn og kortlagningu sem gagnast í fjölbreyttum verkefnum, allt frá lekaleit í lögnum og byggingum til eftirlits á jarðhita og umhverfismælinga. Með þessum búnaði getur ReSource safnað hitamyndum, venjulegum myndum og myndböndum yfir þau svæði sem þörf er á að skoða. Þessi gagnaöflun greinir hitasveiflur og orkutap, sýnir ástand þaka, lagnakerfa og annara mannvirkja. Fjölbreyttir möguleikar : Lekaleit: Hitamyndir [...]
Starfsfólk ReSource á skyndihjálparnámskeið
Starfsfólk ReSource ehf. tók nýverið þátt í skyndihjálparnámskeiði til að auka færni sína í viðbrögðum við neyðartilvikum. Námskeiðið, sem var á vegum Rauða Kross Íslands veitti okkur mikilvæga þekkingu á viðbrögðum við slysum, hjartastoppi og öðru bráðaástandi. Með þessu skrefi eflum við öryggi á vinnustað og tryggjum að starfsfólk sé undirbúið til að bregðast rétt við ef á reynir. Öryggi og vellíðan starfsfólks og samstarfsaðila er í forgrunni, og mun [...]
ReSource mælir efnishauga fyrir Malbikunarstöðina Höfða
ReSource lauk nýlega við að framkvæma rúmmálsmælingar á haugum fyrir Malbiksstöðina Höfða með notkun dróna. Þessi aðferð tryggir nákvæmni og skilvirkni í mælingum, sem er mikilvægt fyrir stjórnun birgða og viðhald gæða í framleiðsluferlinu. Reglulegar mælingar tryggja að hráefni sé til í réttu magni og gæðum, til framleiðslu á hágæða malbiki. Með drónatækni getum við safnað gögnum hratt og örugglega, jafnvel á erfiðum svæðum. Þetta tryggir eftirfylgni með breytingum á [...]
Samstarf ReSource og SUEZ Marokkó um eLandfill stafrænt viðmót fyrir urðunarstaði
ReSource International kynnir nýtt spennandi samstarf við SUEZ Marokkó fyrir rekstur Meknes urðunarstaðarins með eLandfill viðmóti. Þetta stefnumótandi samstarf markar mikilvæg skref í stafræðingu urðunarstaða, með áherslu á að bæta framþróun og auka fjárhagslegan ávinning. eLandfill er viðmót, þróað af ReSource International og hannað til að hámarka gagnaöflun og stýringu fyrir urðunarstaði, þannig má einfalda rekstur með stafrænum hætti. Með innleiðingu eLandfill á Meknes svæðinu, sem SUEZ Marokkó rekur, er [...]
Stækkun Gassöfnunarkerfis fyrir Sorpurðun Vesturlands – Skref í Átt að Grænni Framtíð
Sorpurðun Vesturlands hefur samkvæmt kröfum starfsleyfis starfrækt gassöfnunarkerfi á urðunarstað Fíflholts frá byrjun árs 2019. Þar sem áframhald hefur verið á urðun lífræns úrgangs var tekin sú ákvörðun að stækka kerfið til að auka afköst þess enn frekar. Hauggas er samheiti yfir gróðurhúsalofttegundir sem falla til við urðun á lífrænum úrgangi. Gasið samanstendur aðallega af metani og koltvísýringi sem er skaðlegt umhverfinu vegna gróðurhúsaáhrifa. Metan hefur 27 sinnum verri áhrif [...]
Hitakönnun – Lekaleit í lögnum
Í takt við sífellda tækniþróun í umhverfisráðgjöf, fögnum við lausnum sem greina leka í hitaveitulögnum. Drónar búnir hitamyndavélum skipta sköpum er kemur að hitakönnun og úrbótum á innviðum lagna. Dróninn er með sérhæfða myndavél sem getur staðsett leka sem er ekki sjáanlegur með berum augum. Hitakönnunin gerir okkur kleyft að greina hitamismun og auka þannig skýrleika við lekaleit. Kostir dróna : Hagkvæmni : Skönnun yfir víðtæk svæði tekur stuttan tíma [...]
Við aðstoðum Fyrirtæki við að ná Umhverfismarkmiðum sínum
ReSource sinnir sýnatökum á sjó fyrir hönd Veitna ohf. til að meta ástand vatnshlota við meginútrásir fráveitna á Akranesi og við höfuðborgarsvæðið. Verkþáttur RSI er að tryggja undirbúning rannsókna og framkvæmd þeirra en einnig greiningu sýnanna. Hér getur þú kynnt þér þjónustu okkar fyrir umhverfisvöktun. Eins og sjá má var blíðskaparveður í þessari sýnatökuferð. Hér má sjá önnur verkefni tengd umhverfisvöktun ReSource
Kynntu þér Drónaþjónustu ReSource fyrir betri umhverfisvöktun
Með nýrri kynslóð dróna getum við boðið enn fullkomnari lausnir fyrir viðskiptavini okkar. ReSource býður sérhæfða þjónustu til gagnasöfnunar með loftmyndatökum. Við útvegum leyfi til drónaflugs hjá viðeigandi aðilum og gerum flugáætlun með tilliti til veðurskilyrða. Drónarnir eru búnir tækni sem gerir þeim kleift að fljúga lengra, taka skýrari myndir með öruggari hætti en nokkru sinni fyrr, sendum rauntímagögn til viðskiptavina eða sérsníðum þau eftir óskum. Með háþróuðum myndavélabúnaði getum [...]
GASTRAQ Ný tækni eykur söfnun metangass á urðunarstaðnum í Álfsnesi
Teymi sænskra sérfræðinga frá ReSource heimsótti nýverið Ísland til að nýta háþróaða tækni til kortlagningar á losun metangass á urðunarstaðnum í Álfsnesi. Þetta byltingarkennda framtak er lykilskref í því að hámarka söfnun og nýtingu metangass sem myndast á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Með því að greina nákvæmlega hvar mesta gaslosun á sér stað, eykur þessi háþróaða tækni bæði skilvirkni og gæði metangasvinnslu. Niðurstöðurnar munu ekki aðeins stuðla að aukinni framleiðslu [...]