Ert þú undirbúin(n) fyrir ný ákvæði innleiðingar LCA í byggingarreglugerð ?
Frá og með 1. september 2025 verður lífsferilsgreining (LCA) krafa fyrir öll ný mannvirki í stærri byggingaflokkum á Íslandi. Þetta þýðir að vörur með umhverfisyfirlýsingu (EPD) munu gegna lykilhlutverki í útboðum og hönnun mannvirkja. Stærri innkaupsaðilar á Íslandi eru nú þegar að setja EPD sem mikilvægt viðmið í vörukaupum. Það þýðir : Aukin samkeppnishæfni – vottuð umhverfisgögn auka líkurnar á vali í opinberum útboðum og einkaframkvæmdum Betri ímynd og sýnileiki [...]
Forsetaheimsókn í Tæknisetur
Forsetahjónin heimsóttu Tæknisetur þann 24. mars síðastliðinn og kynntu sér starfsemina. Þau skoðuðu sérhæfða aðstöðu og tækjabúnað á svæðinu og hittu fulltrúa margra af þeim 32 fyrirtækjum sem starfa innan Tækniseturs. Guðbjörg Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Tækniseturs, kynnti starfsemina og lagði áherslu á mikilvægi góðs stuðningsumhverfis fyrir tæknisprota á frumstigum. Jón Hjaltalín Magnússon hjá Arctus Aluminium sagði frá samstarfi fyrirtækisins við Tæknisetrið um þróun á kolefnislausri álframleiðslu og sýndi forsetahjónunum rafgreiningaraðstöðuna. Að [...]
EPD lýsir umhverfisspori vöru — faglega og áreiðanlega
Í framleiðsluiðnaði er sífellt aukin krafa um gagnsæi og rekjanleika umhverfisáhrifa. Með EPD skýrslu (Environmental Product Declaration) færð þú staðfest gögn um vistspor framleiðsluvöru þinnar það styrkir samkeppnisstöðu fyrirtækisins og mætir kröfum verkkaupa, hönnuða og yfirvalda. Unnið er að endurskoðun byggingarreglugerðar með áherslu á sjálfbærni og kolefnishlutlausa mannvirkjagerð. Gert er ráð fyrir að kröfur um EPD verði hluti af næstu útgáfu í samræmi við þróun innan Evrópusambandsins og EES. Græn [...]
Hitamyndir og Könnun
ReSource sinnir hitakönnun með drónum. Þessi tækni veitir nákvæma og áreiðanlega yfirsýn og kortlagningu sem gagnast í fjölbreyttum verkefnum, allt frá lekaleit í lögnum og byggingum til eftirlits á jarðhita og umhverfismælinga. Með þessum búnaði getur ReSource safnað hitamyndum, venjulegum myndum og myndböndum yfir þau svæði sem þörf er á að skoða. Þessi gagnaöflun greinir hitasveiflur og orkutap, sýnir ástand þaka, lagnakerfa og annara mannvirkja. Fjölbreyttir möguleikar : Lekaleit: Hitamyndir [...]
Starfsfólk ReSource á skyndihjálparnámskeið
Starfsfólk ReSource ehf. tók nýverið þátt í skyndihjálparnámskeiði til að auka færni sína í viðbrögðum við neyðartilvikum. Námskeiðið, sem var á vegum Rauða Kross Íslands veitti okkur mikilvæga þekkingu á viðbrögðum við slysum, hjartastoppi og öðru bráðaástandi. Með þessu skrefi eflum við öryggi á vinnustað og tryggjum að starfsfólk sé undirbúið til að bregðast rétt við ef á reynir. Öryggi og vellíðan starfsfólks og samstarfsaðila er í forgrunni, og mun [...]
ReSource mælir efnishauga fyrir Malbikunarstöðina Höfða
ReSource lauk nýlega við að framkvæma rúmmálsmælingar á haugum fyrir Malbiksstöðina Höfða með notkun dróna. Þessi aðferð tryggir nákvæmni og skilvirkni í mælingum, sem er mikilvægt fyrir stjórnun birgða og viðhald gæða í framleiðsluferlinu. Reglulegar mælingar tryggja að hráefni sé til í réttu magni og gæðum, til framleiðslu á hágæða malbiki. Með drónatækni getum við safnað gögnum hratt og örugglega, jafnvel á erfiðum svæðum. Þetta tryggir eftirfylgni með breytingum á [...]
Samstarf ReSource og SUEZ Marokkó um eLandfill stafrænt viðmót fyrir urðunarstaði
ReSource International kynnir nýtt spennandi samstarf við SUEZ Marokkó fyrir rekstur Meknes urðunarstaðarins með eLandfill viðmóti. Þetta stefnumótandi samstarf markar mikilvæg skref í stafræðingu urðunarstaða, með áherslu á að bæta framþróun og auka fjárhagslegan ávinning. eLandfill er viðmót, þróað af ReSource International og hannað til að hámarka gagnaöflun og stýringu fyrir urðunarstaði, þannig má einfalda rekstur með stafrænum hætti. Með innleiðingu eLandfill á Meknes svæðinu, sem SUEZ Marokkó rekur, er [...]
Stækkun Gassöfnunarkerfis fyrir Sorpurðun Vesturlands – Skref í Átt að Grænni Framtíð
Sorpurðun Vesturlands hefur samkvæmt kröfum starfsleyfis starfrækt gassöfnunarkerfi á urðunarstað Fíflholts frá byrjun árs 2019. Þar sem áframhald hefur verið á urðun lífræns úrgangs var tekin sú ákvörðun að stækka kerfið til að auka afköst þess enn frekar. Hauggas er samheiti yfir gróðurhúsalofttegundir sem falla til við urðun á lífrænum úrgangi. Gasið samanstendur aðallega af metani og koltvísýringi sem er skaðlegt umhverfinu vegna gróðurhúsaáhrifa. Metan hefur 27 sinnum verri áhrif [...]
Hitakönnun – Lekaleit í lögnum
Í takt við sífellda tækniþróun í umhverfisráðgjöf, fögnum við lausnum sem greina leka í hitaveitulögnum. Drónar búnir hitamyndavélum skipta sköpum er kemur að hitakönnun og úrbótum á innviðum lagna. Dróninn er með sérhæfða myndavél sem getur staðsett leka sem er ekki sjáanlegur með berum augum. Hitakönnunin gerir okkur kleyft að greina hitamismun og auka þannig skýrleika við lekaleit. Kostir dróna : Hagkvæmni : Skönnun yfir víðtæk svæði tekur stuttan tíma [...]