Fréttir2021-09-13T19:19:00+00:00

Við aðstoðum Fyrirtæki við að ná Umhverfismarkmiðum sínum

ReSource sinnir sýnatökum á sjó fyrir hönd Veitna ohf. til að meta ástand vatnshlota við meginútrásir fráveitna á Akranesi og við höfuðborgarsvæðið. Verkþáttur RSI er að tryggja undirbúning rannsókna og framkvæmd þeirra en einnig greiningu sýnanna. Hér getur þú kynnt þér þjónustu okkar fyrir umhverfisvöktun. Eins og sjá má var blíðskaparveður í þessari sýnatökuferð. Hér má sjá önnur verkefni tengd umhverfisvöktun ReSource                

By |13. 09. 2024.|Categories: Fréttir|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Við aðstoðum Fyrirtæki við að ná Umhverfismarkmiðum sínum

Kynntu þér Drónaþjónustu ReSource fyrir betri umhverfisvöktun

Með nýrri kynslóð dróna getum við boðið enn fullkomnari lausnir fyrir viðskiptavini okkar. ReSource býður sérhæfða þjónustu til gagnasöfnunar með loftmyndatökum. Við útvegum leyfi til drónaflugs hjá viðeigandi aðilum og gerum flugáætlun með tilliti til veðurskilyrða. Drónarnir eru búnir tækni sem gerir  þeim kleift að fljúga lengra, taka skýrari myndir með öruggari hætti en nokkru sinni fyrr, sendum rauntímagögn til viðskiptavina eða sérsníðum þau eftir óskum. Með háþróuðum myndavélabúnaði getum [...]

By |22. 08. 2024.|Categories: Fréttir|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Kynntu þér Drónaþjónustu ReSource fyrir betri umhverfisvöktun

GASTRAQ Ný tækni eykur söfnun metangass á urðunarstaðnum í Álfsnesi

Teymi sænskra sérfræðinga frá ReSource heimsótti nýverið Ísland til að nýta háþróaða tækni til kortlagningar á losun metangass á urðunarstaðnum í Álfsnesi. Þetta byltingarkennda framtak er lykilskref í því að hámarka söfnun og nýtingu metangass sem myndast á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Með því að greina nákvæmlega hvar mesta gaslosun á sér stað, eykur þessi háþróaða tækni bæði skilvirkni og gæði metangasvinnslu. Niðurstöðurnar munu ekki aðeins stuðla að aukinni framleiðslu [...]

By |07. 06. 2024.|Categories: Fréttir|Tags: , , , , , , , , , , |Slökkt á athugasemdum við GASTRAQ Ný tækni eykur söfnun metangass á urðunarstaðnum í Álfsnesi

Árangursrík aðferð við lekaleit á lögnum fyrir Norðurorku

Starfsmenn ReSource vinna þessa dagana að lekaleit með drónum fyrir Norðurorku á Akureyri. Lekaleitin fer þannig fram að drónum sem eru útbúnir sérhæfðum hitamyndavélum er flogið yfir hitaveituna sem greinir varmatap en einnig hvort komið sé að viðhaldsþörf á hitaveitulögnum. Mikilvægt er að fullnýta heita vatnið og með þessum aðgerðum er tryggt að það sé gert.  Svæðið sem er skoðað í þessari atrennu er yfir Eikar- og Daggarlundi, í Eyjafjarðarsveit [...]

By |14. 05. 2024.|Categories: Fréttir|Tags: , , , , |Slökkt á athugasemdum við Árangursrík aðferð við lekaleit á lögnum fyrir Norðurorku

Umhverfisráðgjöf, Loftmyndir og Hæðarlíkön fyrir Golfvelli

Við höfum á undanförnum misserum og árum unnið við loftmyndatökur með drónum ásamt öðrum umhverfismælingum og erum leiðandi í þeirri þekkingu hérlendis.  Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) fengu ReSource til að gera drónamælingar fyrir Trackman golfherminn, það tókst afar vel og eru bæði Trackman og GKG mjög ánægðir með þá niðurstöðu sem þar fékkst.      Sjá  hér Loftmyndir og hæðarlíkön með drónum nýtast fyrir margt annað en golfherma. Kortlagning [...]

By |15. 04. 2024.|Categories: Fréttir|Tags: , , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Umhverfisráðgjöf, Loftmyndir og Hæðarlíkön fyrir Golfvelli

Umhverfisyfirlýsing vöru fyrir Set ehf.

Set ehf. er fyrirtæki sem framleiðir m.a. hitaveitu-, fráveitu,- og vatnsveituefni sem gegna mikilvægu hlutverki við innviðauppbyggingu hér á landi.  ReSource aðstoðaði Set við að skilgreina umhverfisáhrif foreinangraðra stálpípna og festinga með útgáfu EPD umhverfisyfirlýsingar.  Við óskum Set ehf. til hamingju með þennan mikilvæga áfanga í framleiðsluferlinu.

By |12. 03. 2024.|Categories: Fréttir|Tags: , |Slökkt á athugasemdum við Umhverfisyfirlýsing vöru fyrir Set ehf.

Sýnataka í fráveitukerfi skemmtiferðaskipa til að greina umhverfisáhrif og tryggja öryggi

Fyrirtæki sem framleiðir fráveitubúnað í Þýskalandi fékk RSI í alhliða sýnatöku á fráveitukerfi skemmtiferðaskips þar sem það lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn.  Búnaðurinn hafði nýlega verið tekinn í notkun um borð í skipinu og við reglubundið eftirlit var starfsmaður RSI fenginn í sýnatöku á fráveituvatni.  Sýnin voru meðhöndluð með stöðluðum sýnatökuaðferðum og greind eftir faggildum mæliaðferðum.  Þannig var hægt að staðfesta að búnaðurinn virkaði rétt og öruggt að losa rétt [...]

By |14. 02. 2024.|Categories: Fréttir|Tags: , , , , , |Slökkt á athugasemdum við Sýnataka í fráveitukerfi skemmtiferðaskipa til að greina umhverfisáhrif og tryggja öryggi

Loftgæði um áramót

ReSource vinnur að tilraunaverkefni með Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ að þéttingu loftgæðamælanets á höfuðborgarsvæðinu. Skynjarar mæla svifryk og gastegundir með sívirku og breiðu eftirlitsneti svo hægt sé að greina og bæta loftgæði. Þetta súlurit sýnir glögglega hversu mikil áhrif flugeldar hafa á loftgæði en mælingin á sér stað á miðnætti 1.janúar 2024.  Heilsuverndarmörk loftgæða eru ákjósanleg undir 50 µg/m3 á sólahring en teljast afar slæm fari þau yfir 100 µg/m3   [...]

By |02. 01. 2024.|Categories: Fréttir|Tags: , , , |Slökkt á athugasemdum við Loftgæði um áramót

Stefnir þitt fyrirtæki í átt að aukinni sjálfbærni ?

Nú stendur yfir 28. Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Dubai.  COP28 fjallar um loftslagsmál þeirra þjóða sem taka þátt og þá stefnu sem þær hafa sett sér svo hægt sé að fylgja eftir markmiðum Parísarsamkomulagsins frá árinu 2015. Sáttmálinn örvar þjóðir til að styðja við notkun endurnýjanlegrar orku og nýtingu hreinna orkulinda ♻️ Hjá ReSource starfa öflugir ráðgjafar sem aðstoða þig við að setja þér skýr markmið til þróunnar í sjálfbærni [...]

By |06. 12. 2023.|Categories: Fréttir|Tags: , , |Slökkt á athugasemdum við Stefnir þitt fyrirtæki í átt að aukinni sjálfbærni ?
Go to Top