Fréttir2021-09-13T19:19:00+00:00

Umhverfisvöktun fyrir Veitur ohf.

ReSource sér um umhverfisvöktun fyrir Veitur en  verkið felst í umsjón með og að tryggja framkvæmd rannsókna sem Veitum hefur verið falið að sinna vegna ástandsmats á vatnhlotunum sem verða fyrir áhrifum af rekstri fyrirtækisins á fráveitum á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu svokölluðum Skerjafjarðar- og Sundaveitum. Hlutverk ReSource er meðal annars að framkvæma reglulegar sýnatökur á hafsbotni og rannsóknir á nítrat, fosfat, blaðgrænu a. og hryggleysingjum á sjávarbotni en þessi [...]

By |13. 09. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Umhverfisvöktun fyrir Veitur ohf.

Drónar frá ReSource mæla gróðurhúsalofttegundir á urðunarstöðum

Sysav er úrgangsmóttökustöð sem er í eigu sveitarfélaga á Suður Skáni og sérhæfir sig í meðhöndlun á úrgangi og endurvinnslu. ReSource þjónustar Sysav við að kanna hvort gaslosun sé frá urðunarstöðum við Spillepeng í Malmö og Hedeskoga í Ystad. Mælingin fer fram með því að fljúga dróna yfir urðunarstaðina en á honum eru  sérútbúin mælitæki.  Dróninn flýgur í gegnum gasstrókinn frá urðunarstaðnum eftir þversniðum, sogar inn gas, mælir það, greinir [...]

By |08. 09. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Drónar frá ReSource mæla gróðurhúsalofttegundir á urðunarstöðum

Liðsauki til ReSource

Lilja Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin sölu- og markaðsstjóri ReSource International á Íslandi.  Lilja hefur starfað  sl. 15 ár hjá Terra Umhverfisþjónustu sem rekstrarstjóri á Vesturlandi, hún er heilbrigðisgagnafræðingur að mennt með diplóma í sölu-, markaðs- og rekstrarnámi auk þess sem hún hefur sótt rekstrarnámskeið við Háskólann á Bifröst. Við bjóðum Lilju velkomna til starfa hjá ReSource International.  

By |18. 08. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Liðsauki til ReSource

Samráðsfundur um hringrásargarð Álfsnesi

Þann 20. júní sl. buðu ReSource International, Transition Labs og M/Studio til samráðsfundar um hringrásargarð í Álfsnesi. Fundurinn var boðaður í tengslum við fýsileikakönnun sem þessi fyrirtæki vinna nú að fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Markmið fundarins var að leiða saman hagaðila þeirra fyrirtækja sem hefðu áhuga á að vera með aðstöðu í Álfsnesi eða eru í þróunarvinnu um nýtingu úrgangs eða annarra afurða frá starfsemi Sorpu.  Fundargestir gátu borið saman bækur [...]

By |21. 06. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Samráðsfundur um hringrásargarð Álfsnesi

ReSource þátttakendur í sænskri úrgangsráðstefnu

ReSource International var þátttakandi í árlegri umhverfisráðstefnu sem haldin var í Kalmar í Svíþjóð í maí sl. Á ráðstefnunni kynntum við þau verkefni  sem við höfum tekið þátt í að leysa með viðskiptavinum okkar undanfarin misseri. Verkefnin sýna fram á hvernig sjálfbærni og úrgangur geta átt samleið með nútímatækni og skapandi hugsun. Á ráðstefnunni fóru fram mikilvægar umræður um þær breytingar sem fram undan eru á söfnun endurvinnsluúrgangs hjá heimilum. [...]

By |26. 05. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ReSource þátttakendur í sænskri úrgangsráðstefnu

Fýsileikakönnun um hringrásargarð á Álfsnesi

Reykjavíkurborg valdi að loknu útboði ReSource International, Transition Labs og M/Studio til að gera fýsileikakönnun um hringrásargarð á Álfsnesi. Fyrirtækin munu leggja til leiðir til að þróa lengra iðnaðarvistkerfið sem þróast hefur á síðustu árum á Álfsnesi. Settar verða upp aðgerðaáætlanir og skipulagstillögur sem munu gera hringrásarferla framkvæmanlega á stórum skala. Leiðarljós hringrásargarðsins er að finna úrgangi fyrirtækja og heimila farveg sem hráefni í aðra starfsemi. Þannig er lágmarkað bæði urðun [...]

By |15. 05. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fýsileikakönnun um hringrásargarð á Álfsnesi

Vilt þú láta til þín taka í umhverfismálum?

ReSource International ehf. ætlar að ráða nemendur í sumarstarf til að aðstoða okkur við tvö nýsköpunar verkefni. Við leitum því að nemendum með brennandi áhuga á umhverfisvísindum sem telja sig reiðbúna til að taka af skarið og láta verkin tala. Verkefnið er beintengt umhverfismálum höfuðborgasvæðisins Nemendur munu vinna saman að verkefninu þar sem þeir munu safna saman veðurfarsgögnum, loftgæðagögnum og gasgæðagögnum í eitt gagnasafn Úr gögnunum má gera ýmislegt spennandi [...]

By |05. 04. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vilt þú láta til þín taka í umhverfismálum?

ReSource tekur þátt í fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um byggingar- og niðurrifsúrgang í hringrásarhagkerfinu

Dagana 16. og 17. mars er fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um byggingar- og niðurrifsúrgang í hringrásarhagkerfinu haldin í Lagoa á Asóreyjum. Ráðstefnan er lokahnykkur Rebuild 17 verkefnisins sem ReSource International hefur tekið þátt í undanfarin ár. Um 115 manns sækja ráðstefnuna, og er að sögn skipuleggjenda afar sjaldgæft að hægt sé að draga slíkan fjölda af meginlandinu á viðburði á Asóreyjum. Hafliði Eiríkur Guðmundsson umhverfisráðgjafi hjá ReSource er staddur í Lagoa [...]

By |15. 03. 2023.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ReSource tekur þátt í fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um byggingar- og niðurrifsúrgang í hringrásarhagkerfinu

Asórskir sérfræðingar í byggingar- og niðurrifsúrgangi heimsækja íslensk hringrásarhagkerfisverkefni

Í síðustu viku fékk ReSource International góða gesti frá Asóreyjum, þau Francisco S. Fernandes, forstjóra byggingartæknirannsóknarstofu Asóreyja, Catarinu Amaral, rannsakanda hjá sömu stofnun, og Raquel Galante, verkfræðing og rannsakanda hjá CIMPA.  ReSource hefur unnið með hópnum samstarfsverkefnið Rebuild17. Verkefnið miðar að því að hámarka nýtingu byggingar- og niðurrifsúrgangs á Asóreyjum með hringrásarhagkerfislausnum. M.a. verður vefmarkaðstorg fyrir byggingarúrgang hleypt af stokkunum innan skamms. Einnig hefur hópurinn þróað flot fyrir gólf, steypu [...]

By |05. 10. 2022.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Asórskir sérfræðingar í byggingar- og niðurrifsúrgangi heimsækja íslensk hringrásarhagkerfisverkefni

Ný staðsetning skrifstofu okkar á Íslandi

Það gleður okkur að tilkynna nýja staðsetningu skrifstofu okkar á Íslandi. Við erum flutt í hús í eigu og í rekstri Tækniseturs/IceTec að Árleyni 8 í Reykjavík. Við þökkum þeim fyrir frábærar viðtökur og hlökkum til að vinna í þessu nýstárlega umhverfi með öðrum fyrirtækjum sem þar eru með starfsemi. ReSource International ehf. byrjaði sína starfsemi á nákvæmlega sama stað árið 2014, þegar byggingin tilheyrði Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

By |05. 09. 2022.|Categories: Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Ný staðsetning skrifstofu okkar á Íslandi
Go to Top