Sysav er úrgangsmóttökustöð sem er í eigu sveitarfélaga á Suður Skáni og sérhæfir sig í meðhöndlun á úrgangi og endurvinnslu.

ReSource þjónustar Sysav við að kanna hvort gaslosun sé frá urðunarstöðum við Spillepeng í Malmö og Hedeskoga í Ystad.

Mælingin fer fram með því að fljúga dróna yfir urðunarstaðina en á honum eru  sérútbúin mælitæki.  Dróninn flýgur í gegnum gasstrókinn frá urðunarstaðnum eftir þversniðum, sogar inn gas, mælir það, greinir og skráir. Þessi mæling var áður framkvæmd þannig að starfsmaður gekk um svæðið með handmælitæki í leit að metangasi.  Mæling gasstegunda gefur mikilvæga vísbendingu um hvort t.d. metangas losni í miklum mæli frá urðunarstöðum. Metangas er gróðurhúsalofttegund sem hefur u.þ.b 28-falt meiri gróðurhúsaáhrif en Koltvísýringur, en mælingin gefur einnig upplýsingar um hvort hægt sé að nýta það til framleiðslu.