Á dögunum kom teymi sérfræðinga frá ReSource í Svíþjóð til landsins að kortleggja metangas í Álfsnesi. Mælingar á metangasi eru mikilvæg forsenda þess að hægt sé að safna og nýta sem mest af  gasi sem myndast á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi.

Með því að kortleggja með skýrum hætti hvar mesta gaslosun á sér stað er hægt að auka framleiðslu og gæði gassins til muna. Þessi tækni gerir okkur því kleyft að leggja raunveruleg lóð á vogarskálar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.  Hér getur þú fengið nánari upplýsingar um GASTRAQ tækni.