Úrgangur og auðlindir

ReSource hefur þróað hugmyndir um úrgangsstjórnun og nýtingu afgangsauðlinda í ný efni eða orkugjafa. Við höfum sérhæft okkur í auðlindaverkfræði og þróun umhverfisvænna iðnaðargarða. Við fjöllum um flesta þætti úrgangsstjórnunar, allt frá söfnun til endurvinnslu og endurheimtar, þar með talið nýtingu á snjall tækni við úrgangsmeðhöndlun.

Meðhöndlun úrgangs

Sumir sjá úrgang við sjáum áskorun !

Við veitum sérhæfða ráðgjöf í meðhöndlun úrgangs sem dæmi : Úrgangsgreiningu, hagræðing í söfnunarkerfum, innleiðing snjall-lausna o.fl. Allt sem tengist úrgangi er áhugvert fyrir okkur.


Vistvænir iðngarðar

Að nýta iðnaðarvistfræði í nútíma veröld

Fjölbreytt teymi hefur þróað hugmyndina um iðnaðarvistfræði fyrir iðngarða. Við tryggjum að réttu samstarfsaðilar séu þátttakendur í verkefninu og sameinum hagsmunaaðila um eitt markmið: sjálfbærari efnahag og iðnað.

Aukaafurðir í úrgangi – stýring og umsjón

Því úrgangur er einnig auðlind

Tengsl okkar við iðnaðinn og vísindaleg nálgun koma sér vel þegar kemur að því að finna lausnir fyrir aukaafurðir. Við leggjum áherslu á að að skapa aukin verðmæti fyrir aukaafurðir og úrgang.

Urðunarstaðir

Við getum gert svo miklu betur !

Á síðasta áratug höfum við verið virkir þátttakendur í rekstri urðunarstaða. Við leggjum áherslu á daglegar umbætur í samstarfi við viðskiptavini okkar, en munum jafnframt að urðun stendur frammi fyrir langtíma áskorun. Þjónusta okkar á urðunarstöðum felur í sér ráðgjöf, en einnig eftirlit og grunnviðhald.

Snjöll úrgangsstýring

Frá hugmynd að framkvæmd

Snjöll úrgangsstjórnun byggir á blöndu af tækni og bættum vinnuferlum. Endanlegt markmið er að skapa aukin verðmæti og gera úrgangsstjórnun sjálfbærari. Við höfum með góðum árangri komið snjöllum úrgangsstjórnunaráætlunum frá hugmynd í framkvæmd.