Umhverfisráðgjöf

ReSource International ehf sérhæfir sig í umhverfisverkfræði og veitir einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum alhliða umhverfisráðgjöf sem og verkfræðilegar úrlausnir á þáttum sem tengjast umhverfinu, s.s. tæknilega útreikninga, hönnun, mæliaðferðir og umhverfisstjórnun. Fyrirtæki framtíðarinnar standa frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga rekstur sinn að hertri umhverfislöggjöf og auknum kröfum neytenda um sjálfbæran rekstur og samfélagslega ábyrgð. Líta þarf á þessar áskoranir sem tækifæri til að þróast og auka samkeppnishæfni í nýju sjálfbæru efnahagsumhverfi.

Umhverfissérfræðingar okkar aðstoða þig við að móta sjálfbæra stefnu, t.d. með útreikninga á losun gróðurhúsalofttegunda, gerð umhverfisvöruyfirlýsingar (EPD), lífsferilsgreiningar (LCA), mat á umhverfisáhrifum (EIA) oflr.

Við aðstoðum þig við :

  • Alhliða umhverfisráðgjöf – flokkun og endurvinnsla
  • Vistferilsgreiningu  (LCA)
  • Umhverfisvöruyfirlýsingu (EPD)
  • Mat á umhverfisáhrifum (EIA)
  • Ráðgjöf, hönnun og skipulag á aðstöðu fyrir lífgasframleiðslu, lífdísilframleiðslu, skólphreinsun, jarðgerð o.s.frv.
  • Orkunotkun
  • Endurvinnslu og endurnýtingu hráefna
  • Verðmætagreiningu á aukaafurðum og viðskiptatengsl við markaði erlendis
  • Losunarbókhald fyrir losun gróðurhússloftegunda
  • Alhliða ráðgjöf og þjónustu við gerð losunarbókhalds sem og heildarframkvæmd losunarbókhalds fyrir fyrirtæki eða sveitarfélög
  • Umhverfimerkingar og græn innkaup
  • Svanurinn – ráðgjöf og aðstoð við fyrirtæki sem hyggjast sækja um svansvottun fyrir sinn rekstur eða framleiðsluvöru
  • Ráðgjöf um samfélagslega ábyrgð
  • Umhverfisstjórnun
  • Bestun á núverandi ferlum til að auka hagkvæmni og skilvirkni (endurnýting orku, kortlagning ferla, massa- og orkujafnvægi o.s.frv.)

Vistferilsgreiningar og umhverfisyfirlýsingar

ReSource International ehf. sérhæfir sig í gerð umhverfisyfirlýsinga á borð við EPD til vottunar. Hér starfa umhverfismenntaðir sérfræðingar með þekkingu og reynslu á því sviði. Viðskiptavinir okkar eru fyrirtæki, sveitarfélög og opinberir aðilar innan- sem utanlands og við leggjum áherslu á að finna lausnir fyrir hvern og einn.

Vistferilsgreining – LCA

er greining sem reiknar út umhverfisáhrif vöru eða þjónustu fyrir allan líftíma hennar.

LCA greining tekur á öllum þáttum virðiskeðjunnar, hráefnismeðhöndlun, framleiðslu, birgðafyrirkomulagi, úrgangsmálum og sölu/afhendingu.

LCA greining felur í sér ítarlega úttekt á orku og efnum sem krafist er í virðiskeðju vörunnar. Þannig eru uppsöfnuð hugsanleg umhverfisáhrif metin.

Umhverfisyfirlýsing – EPD

Við hjá ReSource International ehf. höfum útbúið EPD skjöl sem hlotið hafa vottun fyrir framleiðendur og erum vön að bregðast hratt og vel við óskum viðskiptavina okkar. Við erum lausnarmiðuð og gerþekkjum íslenskar aðstæður og umhverfi.

EPD er hannað kringum gæðastaðalinn ISO 14025 og EN 15804. Að fá EPD vottun á vöru eða þjónustu þína gerir hana ekki umhverfisvænni en aðrar vörur eða þjónustur. Það staðfestir hins vegar hvert umhverfisfótsporið er fyrir alla virðiskeðju afurðarinnar og tryggir gagnsæi.

er sannprófað og vottað skjal sem miðlar gagnsæjum upplýsingum um umhverfisáhrif vara á trúverðugan hátt.

Umhverfisyfirlýsingar byggja allar á vistferilsgreiningu – LCA og eru gerðar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (EN 15804/ISO 14025).

Þær eru viðurkenndar af óháðum þriðja aðila og eru því áreiðanlegar upplýsingar um umhverfisspor vörunnar eða þjónustunnar.

Umhverfisyfirlýsingar gera notendum kleift að bera saman sambærilegar vörur með tilliti til umhverfisáhrifa.