Hitavöktun

Thermal leak

Hitakönnun á vatnslögnum

Hitamyndir sýna okkur nokkuð sem augun greina ekki, það er varmageislun. Gögnin sýna m.a. fram á staðsetningu og ástand hitaveitulagna, virkni einangrunar, vatnsleka oflr. Með þessu má lágmarka eftirlits- og viðhaldskostnað, auka skilvirkni vatnsflutnings oflr.

Hitakönnun á heitavatnstönkum

Hitamyndir segja til um ástand einangrunar og skilvirkni í söfnun á heitu vatni. Hitamyndatækni hjálpar til við að greina óeðlilegt álag eða merki um slit, það gerir viðhaldsteymum kleyft að grípa til aðgerða áður en alvarlegar bilanir eiga sér stað og eykur þannig endingartíma tanka.  Tæknin stuðlar einnig að auknu öryggi starfsmanna og búnaðar.   Ef gripið er til ráðstafana til að bæta einangrun og auka orkunýtni leiðir það til minni orkunotkunar og lægri rekstarkostnaðar ásamt því að auka líkur á skilvirkri viðhaldsáætlanagerð.

Perlan
Residential House

Hitakönnun á byggingum og þökum

Hitakönnun á byggingum og þökum eru gagnlegar til að bæta nýtingu á orku, draga úr kostnaði, auka öryggi og endingartíma bygginga. Þær veita mikilvægar upplýsingar um ástand einangrunar bygginga og aðstoða þannig við að gera viðhald og endurbætur markvissari og skilvirkari.