Loftgæðamælingar

Góð loftgæði eru mikilvæg og meðvitund fólks og þekking á áhrifum mengunar á heilsu- og lífsgæði hefur aukist til muna.  Það er áskorun fyrir sveitarfélög að auka eftirlit með loftgæðum vegna vaxandi mengunar í umhverfinu.

ReSource veitir ahliða ráðgjafa- og eftirlitsþjónustu á loftgæðum.

Hafðu samband við okkur ef þú vilt vita meira um vöktun og stýringu á loftgæðum.

Loftgæðastýring

Aðstoðum við skipulag

Það er mikilvægt að hafa góða áætlun þegar unnið er að loftgæðamælingum. Til að vernda þann hóp sem er útsettur fyrir slæmum loftgæðum er nauðsynlegt að staðsetja mæla rétt.

Við hjálpum þér að innleiða stefnu og leggjum til lausnir til aðgerða.

Airquality_management_EN
air quality platform

Loftgæðamælinganet

Færum þér þekkingu

Mælingar á loftgæðum á dreifðu svæði yfir mismunandi tímabil gefa ekki endilega rétta mynd af loftgæðum.

Það hefur mikla kosti í för með sér að efla meðvitund fólks um loftgæði og þá er mikilvægt að stuðst sé við áreiðanleg gögn frá sívirku og breiðu eftirlitsneti sem veitir rauntímagögn.

Vöktun á mælingum

Sveigjanlegar lausnir

Það er hægt að vakta ýmsa þætti þegar loftgæði eru mæld. Við aðstoðum við val á bestu skynjurunum sem uppfylla réttu skilyrðin svo hægt sé að sníða sveigjanlegar lausnir að þörfum sveitarfélaga

Menntun og fræðsla

Tækni og gögn eru ekki allt

Loftgæði er málefni sem varða okkur öll. Helsta markmið ReSource er að miðla áreiðanlegum gögnum en samhliða því er einnig nauðsynlegt að deila mikilvægri þekkingu til samfélagsins.

Við getum haldið vinnustofur og haldið fyrirlestra þar sem þér hentar og miðlað þannig okkar þekkingu á loftgæðamælingum.