ReSource er þverfagleg umhverfisráðgjafa- og verkfræðistofa sem starfar aðallega á Íslandi en einnig í Evrópu.

Við kunnum að meta hæfileikaríkt fólk sem vill taka þátt í áframhaldandi vexti okkar. Hér býðst tækifæri til að þróa þekkingu og taka ákvarðanir sem hafa raunveruleg áhrif á umhverfið og samfélagið. Starfið stuðlar einnig að góðum samfélagstengslum þar sem unnið er með fagfólki, stofnunum og stjórnvöldum til að ná fram sameiginlegum markmiðum við umhverfismál.

Verkefnin eru fjölbreytt og taka mið af nýjustu þróun í umhverfisstjórnun og vísindalegri þekkingu, einnig státum við okkur af þægilegu og sveigjanlegu starfsumhverfi og vinnutíma.

Vegna aukinna umsvifa óskar ReSource International ehf. eftir því að ráða kraftmikinn og drífandi einstakling í starf teymisstjóra umhverfisráðgjafa. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, því leitum við að einstaklingi sem er opinn fyrir nýjungum og ögrandi verkefnum á sviði umhverfismála. Umsækjandi þarf að hafa leiðtogahæfni, vera góður í mannlegum samskiptum ásamt því að geta unnið sjálfstætt jafnt sem hluti af liðsheild.

HELSTU VERKEFNI

  • Umsjón með daglegum verkefnum og forgangsröðun þeirra hjá teymi umhverfisráðgjafa
  • Mannauðsmál og fjárhagsmál teymisins
  • Verkefnastjórnun og umsjón með tímaskráningu teymisins
  • Viðskiptaþróun í samvinnu við sölu- og markaðsstjóra
  • Ráðgjöf til viðskiptavina
  • Önnur tilfallandi verkefni

HÆFNISKRÖFUR

  • Menntun sem nýtist í starfi t.d. umhverfisverkfræði, umhverfis- og auðlindafræði, iðnaðarverkfræði náttúruvísindum eða sambærilegu námi.
  • Reynsla og þekking á umhverfisráðgjöf
  • Menntun og/eða reynsla í rekstri og stjórnun
  • Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Þekking og/eða reynsla á loftgæðum, úrgangsstjórnun, ýmiskonar umhverfisbókhaldi t.d. gróðurhúsalofttegundum (GHG) og lífsferilgreiningum (LCA) er kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og góð þjónustulund ásamt því að vinna vel í hópum.
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.

Vegna aukinna umsvifa óskar ReSource International ehf. eftir því að ráða kraftmikinn og drífandi einstakling í starf umhverfisráðgjafa. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, því leitum við að einstaklingi sem er opinn fyrir nýjungum og ögrandi verkefnum á sviði umhverfismála. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt jafnt sem hluti af liðsheild og hafa metnað til þróunar í starfi.

ReSource  sérhæfir sig í umhverfisverkfræði, þ.e. umhverfisráðgjöf, verkfræðiþjónustu, sýnatökum, umhverfismælingum og umsjón með umhverfistæknikerfum. Þar að auki vinnur ReSource að rannsóknar- og þróunarverkefnum í umhverfismálum.

HELSTU VERKEFNI

  • Ráðgjöf vegna umhverfismál
  • Skýrslugerð
  • Verkefnastjórnun og verkefnaþróun
  • Ýmis önnur verkefni

HÆFNIVIÐMIÐ

  • BSc or MSc í umhverfisverkfræði, umhverfis- og auðlindafræði, iðnaðarverkfræði eða sambærilegt nám
  • Þekking og/eða reynsla á umhverfisbókhaldi og lífsferilgreiningum (LCA), umhverfisstjórnunarkerfum, umhverfisstefnum og úrgangsstjórnun er kostur
  • Samskiptahæfileikar og reynsla í skýrslugerð á íslensku og ensku
  • Þekking og reynsla á LUK (GIS) hugbúnaði

Umsækjendur með þverfræðilegan bakgrunn, t.d. iðnnám, félagsfræði eða lögfræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Are you passionate about sustainability and environmental stewardship? Do you have a knack for technical problem-solving and a desire to make a positive impact in your community? If so, we have the perfect opportunity for you!

ReSource, a forward-thinking and environmentally conscious company, is seeking a dedicated Landfill Gas Technician to join our team. As a key member of our organization, you will play a vital role in maintaining landfill gas collection systems for our customers to promote environmental sustainability.

Responsibilities

  • Operate, monitor, and maintain landfill gas collection systems to maximize gas recovery and minimize environmental impact.
  • Conduct routine inspections and troubleshoot equipment to identify and resolve operational issues promptly.
  • Perform regular maintenance tasks, including cleaning, and repairs, to ensure optimal performance.
  • Maintain accurate records of maintenance activities.
  • Operate small equipment (power tools, etc.)
  • Miscellaneous errands (equipment and vehicle maintenance and cleaning, equipment inventory, non-routine tasks, etc.)

Requirements

  • High school diploma or equivalent; additional technical training, experience or certification in mechanics is preferred.
  • Excellent problem-solving skills and attention to detail, with the ability to troubleshoot and resolve technical issues independently.
  • Must have a valid driver’s license.
  • Able to do strenuous work outdoors under various climatic conditions.
  • Effective communication and interpersonal skills. Icelandic speaking is a plus.
  • Can use the basic functions in office 365 (Word, Excel, Teams, etc.)
  • Ability to work independently and collaboratively and have a good attitude toward the customers.
  • Experience with plastic pipe welding is a plus.

Benefits

  • Opportunities for professional development and advancement within a growing company.
  • A supportive and collaborative work environment dedicated to making a positive impact on the environment and the community.

The position is for work from 1st of May to end of October 2024. If you are available part of this period please feel free to apply anyway and leave us a note regarding availability. Work will be done in Reykjavík area and Borganes and a working car will be provided.

Equipment that will be provided

  • General Equipment & Supplies
  • Vehicle(s) – pick-up truck, four-wheel drive
  • Tools (hand and power)
  • Meters and instruments:
    • Gas analyzer (portable and/or stationary),
    • Gas leak detector,
    • Multi-gas monitor (CO, H2 S), Oxygen analyzer, etc.
  • Personal computer, Operating and equipment manuals,etc.

Fyrir starfsumsókn skaltu senda okkur ferilskrá og kynningu á þér ásamt þeim upplýsingum sem þú vilt koma á framfæri til okkar á netfangið job(@)resource.is. Vinsamlega skrifaðu í titilinn hvaða stöðu þú ert að sækja um.

Hefur þú áhuga á að vita meira um ReSource en telur starfslýsinguna ekki passa við þig, fylgdu hlekknum hér  komdu í heimsókn og kynntu þér hópinn.

Viltu vita meira ?

Verkefnin okkar :

Besta leiðin til að kynnast fyrirtækinu okkar er að skoða verkefnin sem við höfum unnið að. Þau eru augljóslega ekki öll þarna en þú munt klárlega hafa betri hugmynd um við hvað við störfum.

Kynntu þér starfsfólkið okkar :

Starfsfólkið okkar hefur mikla reynslu og þekkingu, er áhugasamt og tilbúið að miðla af reynslu sinni til þín. Vertu í sambandi og kynntu þér málið.