Landmælingar
Kortlagning
Landmælingar fyrir byggingar- og mannvirkjaverkefni geta verið þung og tímafrek með hefðbundnum GPS mælingaaðferðum. Fjarkannanir kortleggja svæði í hárri upplausn auk þess að skila hágæða loftmyndum og landlíkönum.
Eftir afhendingu á hágæða hnitsettum loftmyndum til viðskiptavina er mögulegt að teikna nákvæmlega upp allar upplýsingar með hefðbundum teikniforritum, svosem CAD eða GIS. Þá er engin þörf að senda starfsmann ítrekað á vettvang vegna skorts á upplýsingum því allt er þetta innifalið í gögnunum.
Ef þú framkvæmir reglulega fjarkannanir með dróna geturðu líka fylgst með þróun svæðis og breytingum á því með tímanum.
Rúmmálsmælingar
Með 5 til 20 mínútna drónaflugi getum við útvegað þér nákvæmar mælingar á miklu efnismagni sem engin hefðbundin landmælingaraðferð getur framkvæmt. Fjarkönnun með dróna er því öflug leið til efnismælinga fyrir byggingariðnað, vegagerð, námur og sorphirðugeirann. Með frekari úrvinnslu getum við einnig nýtt gögnin í venjulegum CAD hugbúnaði til að reikna út rúmmál og yfirborð á milli tveggja skilgreindra svæða. Hægt er að reikna fyrirfram út þörf á efnistöku eða efnisuppbót við byggingarframkvæmdir eða t.d. urðun.

Nákvæmni
Nákvæmni er á köflum helsta áhyggjuefnið þegar við vinnum að landmælingum. Hingað til hefur algengasta aðferðin við landmælingar verið að taka punkta og brúa á milli þeirra, Fjarkönnun með með drónum skilar hins vegar þéttu punktaskýi sem hægt er að einfalda síðar í samræmi við mælingaþörf hverju sinni. Nákvæmni fyrir X og Y ása er venjulega 2-3 cm. Hæðarnákvæmni getur verið mismunandi eftir yfirborðsgerð og flugskilyrðum. Við höfum farið yfir rúmlega 50 hektara svæði og fengið skekkju sem er innan við 10 cm á milli raunverulegra punkta og tölvuteiknaðra punkta. Þetta er mikil nákvæmni miðað við brúaða mælipunkta sem notaðir eru í hefðbundinni aðferð þar sem punktarnir okkar eru að lýsa raunverulegum flötum.
Myndband og myndir
Myndband eða loftmynd er oft betri en tækniteikning. Ef þú vilt að samstarfsmenn þínir geti skoðað ákveðin svæði án þess að ferðast þangað getur þú nýtt drónamyndbönd til þess, gefið áhorfandanum sjónarhorn úr lofti og fengið þannig nýja sýn á staðinn. Einnig er hægt að nota myndbandsupptökur og myndir á mismunandi tímum yfir verkefnatímabilið til að meta framfarir eða hugsanleg áhrif þess á umhverfið.