Fyrirtæki sem framleiðir fráveitubúnað í Þýskalandi fékk RSI í alhliða sýnatöku á fráveitukerfi skemmtiferðaskips þar sem það lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn.  Búnaðurinn hafði nýlega verið tekinn í notkun um borð í skipinu og við reglubundið eftirlit var starfsmaður RSI fenginn í sýnatöku á fráveituvatni.  Sýnin voru meðhöndluð með stöðluðum sýnatökuaðferðum og greind eftir faggildum mæliaðferðum.  Þannig var hægt að staðfesta að búnaðurinn virkaði rétt og öruggt að losa rétt meðhöndlað fráveituvatn frá skipinu eftir löggildum reglugerðum.

Hér má fá nánari upplýsingar um sýnatökur í fráveitu  til að vernda umhverfið