ReSource vinnur að tilraunaverkefni með Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ að þéttingu loftgæðamælanets á höfuðborgarsvæðinu. Skynjarar mæla svifryk og gastegundir með sívirku og breiðu eftirlitsneti svo hægt sé að greina og bæta loftgæði.

Þetta súlurit sýnir glögglega hversu mikil áhrif flugeldar hafa á loftgæði en mælingin á sér stað á miðnætti 1.janúar 2024.  Heilsuverndarmörk loftgæða eru ákjósanleg undir 50 µg/m3 á sólahring en teljast afar slæm fari þau yfir 100 µg/m3