ReSource sér um umhverfisvöktun fyrir Veitur en  verkið felst í umsjón með og að tryggja framkvæmd rannsókna sem Veitum hefur verið falið að sinna vegna ástandsmats á vatnhlotunum sem verða fyrir áhrifum af rekstri fyrirtækisins á fráveitum á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu svokölluðum Skerjafjarðar- og Sundaveitum.

Hlutverk ReSource er meðal annars að framkvæma reglulegar sýnatökur á hafsbotni og rannsóknir á nítrat, fosfat, blaðgrænu a. og hryggleysingjum á sjávarbotni en þessi næringarefni og lífverur gegna mikilvægu hlutverki í  að viðhalda jafnvægi í líffræðilegu vistkerfi sjávarins.