Loftmengun á Íslandi er vaxandi  áskorun fyrir sveitarfélög að takast á við. Mengun hefur aukist víða og niðurstöður mælinga hafa í mörgum tilvikum gefið tilefni til að vara íbúa við loftgæðum.  Árið 2021 hóf ReSource átak í að innleiða loftgæðamælanet á höfuðborgarsvæðinu í samráði við Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Vegagerðina og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Skynjararnir mæla svifryk og ákveðnar gastegundir og með vöktun þeirra er hægt að bæta loftgæði en þá er mikilvægt að styðjast við gögn frá sívirku og breiðu eftirlitsneti. 

ReSource er einnig í samstarfi við önnur sveitarfélög á Íslandi um uppsetningu loftgæðamælanets.  Vanda þarf valið við staðsetningu mælanna svo hægt sé að vernda þá viðkvæmu hópa sem eru útsettir fyrir slæmum loftgæðum, svo sem börn, aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. 

ReSource býður upp á loftgæðamæla sem eru einfaldir í notkun, þeir eru leigðir út á ársgrundvelli sem býður upp á lága upphafsfjárfestingu og því ákjósanleg leið til að víkka loftgæðamælanet á landsvísu. Viðmótið er einfalt og hægt er að nálgast upplýsingar um mælingarnar á heimasíðu eða í snjallforriti. Gögnin nýtast til mælingar á ösku- og gasmengun frá eldgosum, loftmengun vegna umferðarþunga, til að fylgjast með mengun við leikskóla og dvalarheimili, til að gera spálíkön fyrir loftmengun, vinna að bestun á hreinsun gatna, sem viðvörunarkerfi fyrir almenna borgara auk þess sem hægt er að nýta þau til stefnumótunar, kynninga og vitundarvakningar um loftmengun og áhrif hennar á samfélagið. 

ReSource býður upp á fyrirlestra og vinnustofur til að læra á uppsetningu loftgæðamæla, hvar skal staðsetja þá og hvernig best sé að hámarka nýtingu gagna frá þeim. Hér eru nánari upplýsingar um samstarfið við Reykjavíkurborg :  Loftgæðamælanet í Reykjavík  

Ef þú vilt fræðast meira um þjónustu okkar varðandi loftgæðamælingar eru allar upplýsingar hér : Loftgæði