Þann 20. júní sl. buðu ReSource International, Transition Labs og M/Studio til samráðsfundar um hringrásargarð í Álfsnesi. Fundurinn var boðaður í tengslum við fýsileikakönnun sem þessi fyrirtæki vinna nú að fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Markmið fundarins var að leiða saman hagaðila þeirra fyrirtækja sem hefðu áhuga á að vera með aðstöðu í Álfsnesi eða eru í þróunarvinnu um nýtingu úrgangs eða annarra afurða frá starfsemi Sorpu.  Fundargestir gátu borið saman bækur sínar um leiðir til að finna úrgangstraumum nýjan farveg og möguleika á nýtingu þeirra.   Fundurinn var vel sóttur og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi þróun og útfærslu verkefnisins.

Hlutverk ReSource International í ferlinu er að greina mögulega auðlindastrauma og hagaðila, auk þess að finna þær tegundir iðnaðar sem geta nýtt þessa strauma og mögulegar útfærslur iðnaðarvistkerfis á svæðinu.  Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr fýsileikakönnuninni liggi fyrir nú í haust.

Nánari upplýsingar má finna hér : Hringrásargarður Álfsnesi