ReSource International var þátttakandi í árlegri umhverfisráðstefnu sem haldin var í Kalmar í Svíþjóð í maí sl.

Á ráðstefnunni kynntum við þau verkefni  sem við höfum tekið þátt í að leysa með viðskiptavinum okkar undanfarin misseri. Verkefnin sýna fram á hvernig sjálfbærni og úrgangur geta átt samleið með nútímatækni og skapandi hugsun.

Á ráðstefnunni fóru fram mikilvægar umræður um þær breytingar sem fram undan eru á söfnun endurvinnsluúrgangs hjá heimilum.

Breytingarnar er  á ábyrgð sveitarfélaga en við vonumst við til að geta stutt við bakið á þeim og aðstoðað með gagnvirkum aðferðum til hagræðingar á söfnun úrgangs.