ReSource International ehf. ætlar að ráða nemendur í sumarstarf til að aðstoða okkur við tvö nýsköpunar verkefni. Við leitum því að nemendum með brennandi áhuga á umhverfisvísindum sem telja sig reiðbúna til að taka af skarið og láta verkin tala.

  • Verkefnið er beintengt umhverfismálum höfuðborgasvæðisins
  • Nemendur munu vinna saman að verkefninu þar sem þeir munu safna saman veðurfarsgögnum, loftgæðagögnum og gasgæðagögnum í eitt gagnasafn
  • Úr gögnunum má gera ýmislegt spennandi sem nemendurnir fá frjálsar hendur við að nýta með það að markmiði að bæta skilning okkar áhrif veðurfars á loft- og gasgæði.
  • Nemendum er einnig boðið að nýta gögnin og verkefnin síðar í lokaverkefni sín.

Þau sem hafa áhuga mega senda póst á job@resource.is með stuttri umsókn (max 500 orð), ferilskrá með upplýsingum um stöðu í námi (áföngum lokið og á hvaða ári í námi) og ef til vill annað sem skiptir máli.

Umsóknarfrestur er til 15. maí.

Ýtarlegri upplýsingar um verkefnin

Veðuráhrif á gas- og loftgæði 

ReSource International ehf. leitar að drífandi nemendum sem hafa áhuga á umhverfismálum og vilja láta til sín taka. ReSource hlaut 2 styrki frá Nýsköpunarsjóði námsmanna sem ganga út á bætt umhverfismál á höfuðborgarsvæðinu. Við leitum því að námsmönnum í sumarstörf til að aðstoða okkur við að vinna að þessum tveimur nýsköpunarverkefnum. 

Nemendur  munu vinna saman að verkefnunum sem hljóta að því að safna saman veðurfarsgögnum frá veitum á borð við Veðurstofu Íslands til að bera saman við gögn sem ReSource hefur í höndunum er varða: 

  1. Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu 
  2. Gasgæði á urðunarstöðum 

Markmið verkefnanna er að taka gögnin saman og kanna; annarsvegar samsvörun staðbundinna loftgæða og, hinsvegar gasgæða, við staðbundin veðurskilyrði. Með þessum samsettu gagnapökkum er þá rannsakendum gert kleift að skoða þau veðurskilyrði sem hægt er að merkja við slæm loft- og gasgæði. ReSource vonast til að geta gert viðmót sem varar við slæmum loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu og annað sem varar við slæmum gasgæðum á urðunarstöðum.  

Nemendur fá að kljást við gögnin í sameiningu og munu skrifa 2 skýrslur um verkefnið. Þeim verður veitt aðstaða og handleiðsla frá umhverfissráðgjöfum ReSource ásamt því að fá að taka mælingar sjálfir með state-of-the-art mælitækjum. 

ReSource International er  umhverfisráðgjafarstofa sem sérhæfir sig í umhverfismælingum og greiningu. Við höfum unnið að því að setja upp net af loftgæðaskynjurum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir skynjarar mæla svifryksmengun og heilsuspillandi gastegundir (NO2, O3, SO2 og CO). Þar að auki hefur ReSource séð um gasmælingar á urðunarstöðum í fjölda ára um alla Evrópu. Með gasmælingunum hefur ReSource leitt þróun á fjölmörgum nýsköpunarverkefnum sem hafa leitt af sér töluvert minni mengun frá rekstraraðilum. Á þessari þekkingu byggir ReSource verkefnin og telur mikilvægt að taka þetta skref í baráttunni við loftslagsbreytingar.  

Öll verkefni sem eru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna eiga möguleika á að vera tilfnefnd til Nýsköpunarverðlauna Forseta Íslands. ReSource hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um ásamt fólki með iðnmenntun eða bakgrunn. 

Þau sem hafa áhuga mega senda póst á job@resource.is með stuttri umsókn (max 500 orð), ferilskrá með upplýsingum um stöðu í námi (áföngum lokið og á hvaða ári í námi) og ef til vill annað sem skiptir máli (t.d. hlekkur á Github, önnur verkefni sem þið hafið gert, o.s.frv). Umsóknarfrestur er til 15. maí.