Hvað er EPD umhverfisyfirlýsing og af hverju þurfa fyrirtæki á henni að halda ?

♻️   Styrkir samkeppnisstöðu vara og þjónustu fyrirtækja á alþjóðlegum og innlendum markaði.

♻️   Hægt að líta á EPD eins og næringargildistöflu neysluvöru, nema að í stað orku- og næringargildis færðu upplýsingar um umhverfisáhrif hennar á framleiðslu og líftíma vörunnar.

♻️   EPD veitir áreiðanlegar upplýsingar sem gerir framleiðenda kleyft að bæta úr umhverfislegum áhrifum vöru með möguleika á lækkun kostnaðar og auðlindasparnaði.

♻️   Tilgangurinn að aðgreina vörur frá umhverfisjónarmiðum, ekki til að dæma hvort varan sé samkeppnishæfari en önnur heldur til að sjá heildarmyndina – finna leiðir til að bæta virði vörunnar en um leið auka samkeppnisforskot hennar.

♻️   Markaðsöflin ýta framleiðendum í átt að betra upplýsingaflæði fyrir neytendur sem vilja í auknum mæli meiri árangur og gagnsæi í umhverfismálum.

♻️   Útboð – reglugerðir og innkaupastefnur hafa í auknum mæli EPD sem lögboðna kröfu í viðskiptum.

♻️   EPD er gagnsæ skýrslugjöf um umhverfisáhrif vöru, byggð á samanburðarhæfum gögnum, vottuð af þriðja aðila.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar  :   👉  Hafa samband