Starfsmenn ReSource unnu að hitakönnun á hitaveitulögnum að beiðni Norðurorku  fyrir Akureyri og Ólafsfjörð.

Drónum útbúnum hitamyndavélum var flogið yfir hitaveituna með sérhæfðri hitamyndavél í leit að varmatöpum. Teknar voru hitamyndir sem nýttar eru til að leita uppi mögulega leka og skemmdir á hitaveitunni á svæðinu. Síðastliðinn vetur var skortur á heitu vatni  víða og því mikilvægt að koma í veg fyrir tap á því vegna skemmda eða slæmrar einangrunar á lögnunum.

Meðfylgjandi er frétt frá RÚV sem fylgdist með starfsmönnum ReSource við hitakönnun – smellið á hlekkinn til að sjá fréttina  👉  RÚV – Fréttir

Þá er rétt að árétta mikilvægi þess að fara vel með heitavatns auðlindina okkar.