Í takt við sífellda tækniþróun í umhverfisráðgjöf, fögnum við lausnum sem greina leka í hitaveitulögnum. Drónar búnir hitamyndavélum skipta sköpum er kemur að hitakönnun og úrbótum á innviðum lagna.

Dróninn er með sérhæfða myndavél sem getur staðsett leka sem er ekki sjáanlegur með berum augum.  Hitakönnunin gerir okkur kleyft að greina hitamismun og auka þannig skýrleika við lekaleit.

Kostir dróna :

  • Hagkvæmni : Skönnun yfir víðtæk svæði tekur stuttan tíma og dregur úr kostnaði og tíma sem að öðrum kosti færi í leit af lekum.
  • Nákvæmni : Hitamyndavélin veitir nákvæmar upplýsingar um staðsetningu leka og gerir þannig kleyft að framkvæma viðgerðir hratt og örugglega.
  • Sparnaður : Með því að greina leka má tryggja nýtingu auðlinda en einnig að koma í veg fyrir alvarlegar skemmdir sem kalla á aukin kostnað, viðgerðir og viðhald.

ReSource er í fararbroddi í umhverfislausnum og erum sífellt að leita leiða til að bæta þjónustu okkar og stuðla að sjálfbærni.  Hér má sjá frétt RÚV af hitakönnun frá Akureyri.

Við bjóðum afhendingu á niðurstöðum hitamælinga á vefkorti með mjög notendavænu viðmóti sem er einnig aðgengilegt í síma. 

Fyrir frekari upplýsingar um lekaleit, eða aðra þjónustu vertu í samband við okkur.

Hitamynd

Drónamynd með hitagreiningu