Hringrásargarður Álfsnesi

Þróun hringrásargarða hefur hafist víðs vegar um landið undanfarin ár. Síðustu misseri hefur legið í loftinu sú hugmynd að þróa slíkan garð á Álfsnesi. Þannig mætti hringrásarvæða betur hagkerfi svæðisins, draga úr kolefnisspori og koma okkur nær þeim markmiðum að minnka urðun. Vorið 2023 valdi Reykjavíkurborg teymi ReSource International, M/Studio og Transition Labs til að vinna fýsileikakönnun um mögulegan hringrásargarð í Álfsnesi.

ReSource greindi auðlindastrauma sem liggja um Álfsnes og móttökustöð SORPU í Gufunesi sem og innviði í Álfsnesi. Auglýst var eftir fyrirtækjum sem hefðu áhuga á að byggja upp sína starfsemi á svæðinu. Settar voru fram hugmyndir um hvernig iðnaðarvistkerfi gætu mótast í hringrásargarðinum. M/Studio tók við boltanum og dró upp tillögu að deiliskipulagi og leiðum til að gera svæðið að aðlaðandi útivistarsvæði. Að lokum gerði Transition Labs greiningu á mögulegu rekstrarformi og setti fram tillögu um verkáætlun, fjármögnun og markaðssetningu auk þess sem framkvæmd var áhættu- og hagaðilagreining.

Niðurstaða hópsins var sú að Álfsnes hentar mjög vel fyrir hringrásargarð. Nesið býr yfir góðum innviðum á borð við höfn og vegtengingar í nokkrar áttir eru í kortunum. Á svæðinu eru fjölbreyttir auðlindastraumar sem byggja má rekstur meðfram og viðskiptahugmyndum þeirra fyrirtækja sem sýndu áhuga er vel hægt að raða saman í iðnvistkerfi sem mynda hringrás.

Fýsileikakönnuninni var skilað í nóvember 2023.  Skýrslan er einungis fyrsta skref í þróun garðsins en Reykjavíkurborg mun vinna að framgangi verkefnisins á næstu árum.  Hér er  👉   tengill á fýsileikakönnunina 

Ef þú hefur áhuga á að fræðast meira um verkefni okkar tengd hringrásargörðum, 👉 hafðu þá samband. 

Hér eru önnur sambærileg verkefni ReSource :

  • Grænn iðngarður á Bakka nærri Húsavík
  • Skýrsla um Suðurnesjavettvang

Við höfum einnig aðstoðað við önnur verkefni í hringrásarhagkerfinu sem dæmi :

  • Aðstoðað fyrirtæki við að koma úrgangi í betri nýtingu, t.d. endurvinnslu í stað urðunar
  • Gert vistferilsgreiningar til stuðnings hringrásarvæddri vöruþróun, m.a. hjá Malbikstöðinni og Pure North oflr.
  • Tekið þátt í verkefni við að hringrásarvæða hagkerfi Asóreyja