Snjallvæðing í úrgangsstjórnun

Árið 2021 tók ReSource þátt í frumkvöðlaverkefni með sænska  Svenska Förpackningsinsamlingen (FTI) sem miðaði af því að auka virði úrgangslosana með því að safna rauntímagögnum um umfang og magn úrgangs. Verkefnið var byggt á þessum tegundum heimilisúrgangs:

  • Pappír og pappi
  • Járn
  • Plast

ReSource smíðaði lausn sem byggir á rekstrarlegu hagkvæmni og sýnir fram á hversu miklu tækni og gögn geta bætt við verðmætasköpun á söfnun endurvinnsluefna.   Sensoneo útvegaði skynjara og mælaborð,  niðurstöðurnar og aðferðarfræðin lofa góðu.  Með því að nota snjalllúrgangslausnir geta sveitarfélög minnkað kostnað við sorphirðu um 15-30% Ef þú hefur áhuga á að vita meira um hvernig er hægt að lágmarka kostnað við úrgangssöfnun getur þú haft samband við okkur.

Í beinu framhaldi af breytingum á lögum um aukna framleiðendaábyrgð verður umbúðasöfnun frá 1. janúar 2024 á ábyrgð sveitarfélaga.  ReSource mun aðstoða sveitarfélög í átt að að betri úrgangsstjórnun og færa árangursríkar niðurstöður þessa tilraunaverkefnis í nýtt skipulag.  Hér er hægt að fá meiri upplýsingar varðandi þjónustu okkar við úrgangsmál: Þjónusta 

 

Published On: 06. 08. 2023.Categories: , , ,