Umhverfisvöktun fyrir fráveitukerfi skipa

ReSource hefur sérhæft sig í greiningu á menguðu vatni og umhverfisvöktun því tengt.

Fyrirtæki sem framleiðir fráveitubúnað í Þýskalandi fékk ReSource í alhliða sýnatöku á fráveitukerfi skemmtiferðaskips þar sem það lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn.

Búnaðurinn hafði nýlega verið tekið í notkun um borð í skipinu og við reglubundið eftirlit var starfsmaður ReSource fengin í sýnatöku á fráveituvatni. Sýni voru tekin á mismunandi kerfishlutum fráveitunnar fyrir og eftir meðhöndlun. Þau voru síðan meðhöndluð með stöðluðum sýnastökuaðferðum og greind eftir faggildum mæliaðferðum.

Þannig var hægt að staðfesta að kerfið virkaði rétt og þar með öruggt að losa meðhöndlað skólpið frá skipinu eftir reglugerðum sem Samgöngustofa eða sambærilegt stjórnvald annars ríkis samþykkir.